Þjónustuskilmálar

Almennt

Sker.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, tæknilegra mistaka og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Þegar verið er að ganga frá pöntun eru gefnir upp 4 valmöguleikar:
1. Að sækja vöruna sjálf/ur
2. Að fá vöruna senda á næsta pósthús*

Pantanir eru sóttar í Verslunina Rangá, Skipasund 56, 104rvk

Öllum pöntunum sem ekki eru sóttar er dreift af Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Sker.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Sker.is og þangað til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. 

Vörur eru afgreiddar á pósthús innan þriggja virkra daga. Vilji svo til að varan sé ekki til á lager verður haft samband við við kaupanda og annað hvort tilkynnt um nýjan afhendingartíma eða endurgreiðslu á vörunni samdægurs.
Athugið að flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.
Vöru fæst ekki skilað ef hún er hætt í sölu hjá Sker.is.

Skilmálar teljast samþykktir við staðfestingu á kaupum í vefverslun.

VAFRAKÖKUR

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.

Hvað er vafrakaka? Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.