Þjónustuskilmálar

Almennt

Sker.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, tæknilegra mistaka og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Þegar verið er að ganga frá pöntun eru gefnir upp 4 valmöguleikar:
1. Að sækja vöruna sjálf/ur
2. Að fá vöruna senda á næsta pósthús*

Pantanir eru sóttar í Verslunina Rangá, Skipasund 56, 104rvk

Öllum pöntunum sem ekki eru sóttar er dreift af Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Sker.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Sker.is og þangað til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. 

Vörur eru afgreiddar á pósthús innan þriggja virkra daga. Vilji svo til að varan sé ekki til á lager verður haft samband við við kaupanda og annað hvort tilkynnt um nýjan afhendingartíma eða endurgreiðslu á vörunni samdægurs.
Athugið að flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.
Vöru fæst ekki skilað ef hún er hætt í sölu hjá Sker.is.

Skilmálar teljast samþykktir við staðfestingu á kaupum í vefverslun.