Um Ró naturals

Um RÓ naturals

RÓ naturals eru handunnar húðvörur úr 100% hreinum og náttúrulegum hráefnum.
Þær innihalda engin rotvarnarefni eða önnur óþarfa aukaefni sem geta verið skaðleg húð og heilsu, eða komið ójafnvægi á hormónastarfsemina.


Við erum 2 systur á bak við RÓ, Rebekka Ólafsdóttir og Rakel Ólafsdóttir. Þannig að nafnið  kemur frá bókstöfunum okkar og orðinu RÓ, þar sem vörurnar veita húðinni mikla ró og gefa henni frið frá öllum óþverra. Þetta byrjaði allt í eldhúsinu hennar Rebekku. Henni fannst vanta 100% hreinar og náttúrulegar húðvörur, án ALLRA rotvarnarefna, ekki bara án parabena. Hún komst að því að í flestum húðvörum ( líka náttúrulegum) væri oftar en ekki yfir 70% vatn, þá aðallega í þeim tilgangi að halda kostnaði framleiðslunnar í lágmarki. Þegar vatni er blandað saman við önnur hráefni þarf
rotvarnarefni til svo að blandan mygli ekki. Auk þess þarf að bæta ýmsum aukaefnum við svo að vatnið, olían og önnur hráefni skilji ekki. Þessi efni eru óþörf og oft á tíðum skaðleg húð og heilsu. Þess vegna tók Rebekka upp á því að blanda ýmis krem og smyrsl fyrir sjálfan sig, vini og fjölskyldu. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og því fékk hún Rakel systur sína í lið með sér. Hún er grafískur hönnuður og sem sér um alla hönnun á bak við vöruna og vinnur að ýmsum markaðsmálum. Hún er í dag eigandi verslunarinnar Sker og þar hefur Rebekka fengið aðsetur til að þróa og blanda vörurnar, ásamt því að vera með þær til sölu.


Vörurnar okkar eru: