Sker var stofnað í desember 2015 af Rakel Ólafsdóttur. Upphaflega var Skerið hugsað sem vefverslun undir myndverk eftir hana en fljótt bættust fleiri íslenskir hönnuðir í hópinn og vöruúrvalið varð fjölbreyttara. Í apríl 2017 var opnað lítið verslunarrými þar sem fólk gafst kostur að koma og skoða úrvalið. Fljótlega var haldið út á vörusýningu þar sem erlendir byrgjar bættust í hóp vöruúrvalsins.
Sker.is hefur einnig starfað sem margmiðlunarfyrirtæki og tekur á móti ýmsum verkefnum á borð við auglýsingaefni, vefsíðugerð ásamt öðru margmiðlunarefni.